"Að njóta" með nýja merkingu

Það er með ólíkindum að þessi ríkistjórn skuli fá það fylgi sem hún fær í skoðanakönnunum miðað við sögurnar sem maður heyrir frá fólki sem er í vandræðum. Það hefur ekkert verið gert til að bjarga heimilunum, fólk sem tók lán og gat staðið vel undir afborgunum, átti kannski 30% í eignum sínum er komið í mínus eignalega séð og getur ekki borgað af lánunum. Hvað er að íslendingum ?? Erum við svona vitlaus að við sjáum ekki að öll orðin um hvað er  búið að gera er bara lygi sem er sett í fjölmiðla og fólk trúir því þó að það geti ekki staðið í skilum. Ég þekki nokkur dæmi um fólk sem er að njóta verka ríkistjórnarinnar og ég hef spurt hvað hefur breyst og allir svara eins "það hlýtur eitthvað að verða gert". Engin hefur sagt það er búið að gera þetta eða hitt, ástandið hefur ekkert breyst, það er bara ef það kemur í fréttum að eitthvað hafi lagast að þá trúir fólk því. Er þá ekki nóg að segja fólki að það þurfi ekki að borða, setja það í Baugsmiðlana og hamra nógu lengi á því. Það er með ólíkindum að við skulum vera þessir vitleysingar sem sést  best á skoðanakönnunum. 

Og svo er það hitt áróðursbragð stjórnarinnar, að inganga í ESB sé málið. Það er svo fáránlegt að halda það að þá verði allt gott, því það tekur mörg ár að komast inn og peningamálin verða ekki sameinuð þeim fyrr en við höfum náð árangri með skuldir landsins þannig að ef fólk vill búa við aðgerðaleysi næstu 4árin þá skuluð þið halda áfram og kjósa stjórnmálaöfl sem hafa aldrei kunnað að fara með peninga að fara. Við skulum ekki gleyma því að ef bankamennirnir hefðu ekki verið þessir glæpamenn að þá værum við skuldlaust ríki sem stæði vel í kreppunni.


mbl.is Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband