Þetta er rétt að byrja
23.4.2009 | 10:03
Ef þessi ríkistjórn heldur völdum má búast við skattahækkunum á fyrirtæki, vinstrimenn eru nefnilega þekktir fyrir óvild gagnvart fyrirtækjum og er mjög algengt að heyra þá segja helv. fyrirtækin geta borgað, þeir græða svo mikið. Þessir sömu vinstrimenn fá laun hjá þessum fyrirtækjum til að fæða og klæða sínar fjölskyldur en þeir skilja ekki að það er ekki endalaust hægt að mjólka fyrirtækin. Ef skattar verða hækkaðir þá geta menn búist við aukningu á gjaldþrotum og hækkun vöruverðs og þjónustu. Komum í veg fyrir hreina vinstristjórn og höldum jafnvægi í samfélaginu.
Ég held að flestir flokkar hafi eitthvað gott fram að færa en ef samfylkingin fær stjórnina í sínar hendur og treður okkur inn í ESB þá erum við komin með viðvarandi 6-8% atvinnuleysi. Störfum í landbúnaði og fiskvinnslu mun fækka auk þess að fleirri farandverkamenn munu koma hér til vinnu frá esb. Sumir segja að þeir komi hvort sem er en það er ekki rétt því að sígauni frá Rúmeníu gæti komið hingað á esb passa og fengið öll þau sömu réttindi og við um leið og hann kemst upp úr Smyrli. Hann getur það ekki í dag.
Fjórfalt fleiri í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.