Kristinn lenti ekki í skjálftanum
15.2.2009 | 23:46
Það er auðheyrt að Kristinn H Gunnarsson lenti ekki í skjálftatjóni en hann ætti að vera þess minnugur þegar náttúruhamfarir gengu yfir hans kjördæmi. Ég sjálfur lenti í tjóni sem ég fæ ekki bætt þó svo að húsið og innbúið sé bætt að fullu. Mjög margir sunnlendingar fá bætur en það er oft sem það bætir bara hús og innbú (og ekki alltaf að fullu) en ekki skráð ökutæki sem stóðu inní bílskúrum,óskráða sólpalla og annað dót sem var utandyra. Þannig að ég held þið þessir halar sem búið fyrir utan stórskjálfta svæði ættuð að loka á ykkur þverrifunni það gæti farið að hristast undir ykkur jörðin í nótt og eitthvað gæti skemmst hjá ykkur.
Kveðja af skjálftasvæðinu
Ráðherrum ekki treystandi fyrir löggjafarvaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.