Hver ætlar að kjósa þessa aumingja aftur ??
3.1.2009 | 23:32
Ég trúi ekki að samfylking og sjálfstæðisflokkur ríði feitum hesti frá næstu kosningum. Það er alveg á hreinu að ef Ingibjörg Sólrún og Geir Harde fá góða kosningu í næstu kosningum að þá eigum við ekkert annað skilið en að borga alla þessa vexti vegna þessara Icesave reikninga. Davíð komst rétt að orði þegar hann sagði " við borgum ekki skuldir óreiðumanna" og ég trúi því að hann mundi standa við það. Mér skilst að bretar ábyrgist ekki reikninga útlendinga í breskum bönkum en við þurfum að ábyrgast reikninga útlendinga í einkafyrirtækjum erlendis. Þetta er esb að kúga okkur til og ríkisstjórnin lætur kúga sig bara svo Ingibjörg komist í ESB. Þetta er ekki kjaftæði heldur heilagur sannleikur fenginn úr innsta hring ríkistjórnarinar. Við eigum að rísa upp gegn þessu því að þá verður kreppan miklu styttri og fólk á þá möguleika á að lifa hana af. Síðan eigum við að hafna aðild að esb og taka upp dollar sem gjaldmiðil því þá eigum við ekki í vandræðum með erlend viðskipti. þeir hjá esb vilja fá okkur inn til að komast í auðlindirnar okkar í framtíðinni og reyna núna þegar við erum með allt niður um okkur. Við skulum ekki gleyma að það voru einkafyrirtæki sem komu okkur í þessa vitleysu en ekki hin venjulegi Íslendingur.
Icesave-lánakjörin enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Ég mun kjósa Davíð.
Offari, 3.1.2009 kl. 23:35
Kanski gerist það í fyrsta sinn í MJÖG langan tíma að Íslendingar gleymi ekki svo glatt. En reyndar á ég eftir að sjá það. Stjórnarflokkarnir þegar á uppleið samkv.skoðanakönnunum. Ótrúlegt.
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 23:50
Efast ekki um að næstu kosningar, sem verða fyrr en ráð er til, eigi eftir að sanna það enn og einu sinnu hvers kyns andskotans grænmeti og gullfiskar íslendingar almennt eru.
Björn Gísli Gylfason, 6.1.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.