Þetta var skrýtið
13.11.2008 | 14:23
Það er svolítið sérstakt þegar Kvennalista maður fer að spyrja Jón Ásgeir nærgöngula spurninga, ég veit ekki betur en að Baugsveldið hafi verið matarkista kvennalistans undanfarin ár. Stjónmálaskoðanir og flest öll skrif 365 hafi verið kvennalista vænt og gegn stjórnvöldum þar til þeir komust í stjórnina. Þá byrjuðu þeir að hamra á seðlabankanum einhverra hluta vegna. En úr því Ágúst kvennalistamaður fór að spyrja þá kannski gæti hann laumað að einni spurningu fyrir mig. Hvort starfar Sigurjón (fyrrverandi bankastjóri Landsbankans), hjá Landsbankanum eða Baugi ?? Og hver borgar leigu af skrifstofunni hans í dag ef hann hefur einhverja ??.
Smá framhjá hlaup, afhverju má ég ekki vita hverjum Landsbankinn lánar peninga ?? Ég á hann í dag með ykkur hinum.
Dregur ekki ósk sína til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.