Segðu af þér frú Ingibjörg

Hún Ingibjörg hefur einstakt lag á því að kenna öðrum um það sem illa fer og ef það er mögulegt þá er það Davíð oddsson sem hún hamrar á og hefur gert síðan hún byrjaði í kvennalistanum. Hún er haldin þeirri áráttu að það sé ekki líf fyrir utan evrópusambandið og að allar hörmungar íslands séu Davíð og íslensku krónunni að kenna. Mér finnst að Ingibjörg eigi að hætta í pólitík ef hún treystir sér ekki til að stjórna landinu og vill endilega afsala evrópusambandinu völdin. Það er ekki bara fiskimiðin sem við þurfum að vernda fyrir Eevrópusambandinu og Ingibjörgu, heldur allt íslenska samfélagið og það sem gerir okkur að ÍSLENDINGUM. Ég hef búið í nokkrum evrópulöndum kom alltaf heim aftur vegna þess að ég saknaði frelsisins á íslandi og orkunar í íslensku þjóðarsálinni sem okkar sér einkenni,í evrópu finnur þú ekki þessa orku og gleði í fólki. Þar eru menn kaffærðir í reglugerðum og menn fá nánast ekki að hugsa sjálfstætt.

Við erum á erfiðum tímamótum hér á íslandi núna en við förum í gegnum það saman og stöndum uppi sem sigurverarar í lokin. Kvennalistakonur og annað neikvætt fólk á ekki að vera við stjórn landsins í svona árferði. Ef krónan er meðhöndluð rétt sem lítil mynt að þá er hún ekkert verri en evran og oft á tíðum betri vegna sveigjanleikans sem hún bíður uppá.


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Þetta er nú meiri tuggan. Íhaldsmenn ætla í gröfina með þennan moldbúa hugsunarhátt.

Jónas Rafnar Ingason, 1.11.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband