Báðir góðir en Simmi mun betri

Kastljósið var snild hjá þér Sigmar, að láta hann ekki sleppa við að svara, Geirharður varðist vel og lengi en Sigmar hafði þó betur og fékk svör. Geir svaraði loks þjóðinni almennilega og var komin tími til því að landinn er búin að vera í þoku síðan Davíð kom í kastljósinu.  

Hvernig væri að draga hina einu sönnu krimma til ábyrgðar, Björgúlfar með alla sína miljarða, Jón Ásgeir með sínar skútur, Bjarni Ármans í Noregi og allir þessir 30 sem eru búnir að skuldsetja börnin okkar og barnabörnin. Þessir menn eiga fullt af peningum sem þeir eru búnir að stela frá okkur þ.e. ríkissjóði, væri ekki rétt að láta þá sæta ábyrgð ? Náum peningunum okkar til baka, tökum passan af þeim, rekum þá úr landi með skömm og sviftum þá ríkisborgararéttinum.

Þeim er alveg sama hvort Jón og Gunna geta haldið jól fyrir börnin sín eða hvort fjölskyldan leysist upp þegar íbúðin er boðin upp vegna falls krónunar.   ÞEIR ERUÐ SIÐBLIND SKÍTSEYÐI sem þekkja ekki tilfiningar eins og samkend,innri ró og hamingju.

Ég veit að bæði Geir og Davíð gera hvað þeir geta fyrir þjóðina til að lágmarka skaðan og sést það best á því að þeir passa vel uppá að framselja ekki fullveldið til Brussel eins og Imba frá haugi vill. Það yrði svipaður skaði fyrir þjóðina eins og þessi bankakreppa. EB vill auðlindirnar okkar því þeir vita að til lengri tíma litið þá erum við mun efnaðri þjóð heldur en flestar eb þjóðir.

Setjum svo tjallan Brown og hans hyski í eilífðar útlegð frá íslandi.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

23.10.2008 | 00:22

Endalok Sjálfstæðisflokksins?

Sigmar var flottur í kvöld, Geir Haarde reyndi sitt besta, verjandi vondan málstað. Hvað stendur eftir? Kolbrunninn Sjálfstæðisflokkur kapitalismans, rúinn trausti, enda ábyrgur fyrir nánast öllu klúðrinu undanfarin ár. Það að halda hlífiskildi yfir stjórn Seðlabankans er síðasti naglinn í kistu Sjálfstæðisflokksins hvað varðar stjórn þessa lands. Þrælslund þess flokks við Davíð Oddsson er aumkunarverð. Burt með ykkur frjálshyggjupostular, þið eruð hreinn og klár viðbjóður á Íslenskri grundu.


Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála því að Geir var að jarða Sjálfstæðisflokkinn í Katsljódinu.

Hvernig eiga auðmennirnir, jafn veruleikafirrtir og þeir eru, að bera skynbragð á eða virðingu fyrir ævisparnaði fólks þegar hann er álíka og vikulaun þeirra sjálfra?

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 01:34

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

P.S heyrði á námskeiði í kvöld að Sjálfstæðisflokkurinn mældist nú með 7% fylgi?

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband