100 % Siðblinda
14.2.2010 | 10:48
Þessi grein um Hlyn Jónsson sýnir hversu siðblindir menn geta verið, honum finnst ekkert að því að vera beggja megin borðsins, hverra hagsmuna gætir hann þá helst ?? Sinna eigin hlýtur að vera. Þetta á líka við þegar talað er um bankastjóra(stjórn) KB/ Arion, honum er skítsama hvort þjóðin þurfi að borga tap bankans svo framalega að vinir hans (Ólafur í Samskip og Jón Baugur) tapi ekki neinu. Þá á hann greiða inni hjá þeim, nema að hann hafi skuldað þeim greiða.
Þeim er alveg sama þótt fjölskyldur lendi á götunni, foreldrar skilji og fjölskyldur flosni upp. Þeir þurfa ekki að heyra börn gráta yfir óhamingju foreldra sinna, eða vegna þess að þau fara svöng að sofa. Þeim er slétt skítsama á meðan það snertir ekki þeirra eigin veski og fjölskyldur.
Við skulum ekki heldur gleyma hver lét þá í þessi embætti, það var jú blessuð ríkisstjórnin sem ber sér á brjóst og segist vera félagshyggjustjórn. Svei þeim sem ná í atkvæði á svona fölskum forsendum, siðblindan er ekki minni þar.
Niðurfellingar vegna Samskipa hefðu sennilega dugað til að breyta öllum erlendum húsnæðislánum KB í Íslensk lán, og Baugs niðurfellingarnar hefðu dugað fyrir breytingum á öllum erlendum bílalánum landsmanna.
Ætli þessi ríkisstjórn nái kosningu aftur ??
Situr beggja vegna borðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Já auðvitað er þetta algjör siðblinda, en hvernig er kerfið í stakk búið að láta þetta gerast?
Erlingur Þorsteinsson, 14.2.2010 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.