Biskupinn er auli sem á að segja af sér

Ég fór á þennan fund sem haldin var á Hótel Selfoss í gærkvöldi og þar kom í ljós hvað stuðningur við séra Gunnar er mikill. Jafnframt kom fram gífurlegt vantraust á sóknarnefnd Selfosskirkju og þá sérstaklega formann hennar og ætti hún að segja af sér strax. Hún virðist ekki tala í nafni sóknarbarna Selfosskirkju og virðist sem það sé eitthvað persónulegt í gangi frekar en faglegt.  Formaður nefndarinnar hefur með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum látið líta svo út sem að mikill klofningur sé um málefni séra Gunnars en það var ekki að sjá á fundinum.

Á fundinum voru einnig nokkrir af virtari prestum landsins mættir Gunnari til stuðnings og en fleirri úr þeirra röðum sem ekki komust á fundin sendu kveðjur. Í þeirra máli kom fram að þeir teldu biskup hafa brotið illilega á séra Gunnari sem og íslensk lög.

Ég held að biskupsræfillin í sínum fílabeinsturni í Reykjavík hafi klikkað í þessu máli og ætti hann að hunskast í sveitina til að heyra hvað heimamenn vilja raunverulega. Hann sem biskup á að jafna mál sem koma upp innan kirkjunar en hefur ekkert gert nema hlustað á bullið í sóknarnefndinni sem hefur ekki haft manndóm í sér til að halda safnaðarfund og ræða þessi mál við sóknina. Ekki nóg með það að þá er hann (biskup) það illa gefin að halda að hann geti hunsað íslensk lög sem segja að ef maður er sýknaður þá sé ekki heimilt að refsa honum á annan hátt. Ég held að Gunnar og hans fjölskylda hafi þurft að þola nóg á þessum 18mánuðum svo að biskupsaulinn þurfi ekki að bæta á það með sínum heimskulegu ákvörðunum sem stangast á við lög. Ég legg til að biskupinn segji af sér vegna þess að hann er búin að sýna að hann sé ekki hæfur stjórnandi kirkjunnar. Það eina sem hann getur gert er að setja Gunnar inn í embættið aftur og biðja hann afsökunar á frumhlaupinu.

Við skulum ekki gleyma því að séra Gunnar var rannsakaður af lögreglu, sýknaður í Héraðsdómi og af Hæstarétti, ekki gera lítið úr störfum þeirra sem þar vinna.


mbl.is Viljum fá prestinn okkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ertu semsagt að segja að "strokur" " kossar" eigi rétt á sér á milli sóknarprests og fermingarbarna?????

Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.10.2009 kl. 03:09

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er aulalegt að kalla aðra aula. Þarna á þessari samkomu voru nokkrir "virtir" prestar. Gott að vita það, eins og það skipti einhverju máli. Þú veist af hverju þessi svokallaða samkoma var haldin er það ekki var það ekki út af því að Gunnar hefur hagað sér ósæmilega. Maðurinn er svo siðblindur að hann hagar sér eins og fórnarlamb sem hann er ekki. Þó hann hafi ekki verið fundinn sekur um kynferðisafbrot þá er hegðan hans á gráu svæði. Ég svaraði þér annarstaðar á bloggi og svara því sama hér : Myndir þú láta dóttur þína eða barnadóttur þína ef þú átt einhverjar sækja þjónustu hjá þessum presti sem klappar þeim á bossa og hvíslar og kyssir, sjálfum sér til huggunar? Ef svo er þá ert þú búinn að dæma þig sjálfan sem siðblindan. Þekkir ekki muninn á réttu og röngu.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.10.2009 kl. 03:46

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Nákvæmlega Katrín og Sólveig mikið er ég sammála ykkur, hér er á ferðinni siðblinda á hæðsta stigi og spurning hver er í fílabensturninum, þér getur bara ekki verið alvara með þessari færslu Baldur

Sigurveig Eysteins, 17.10.2009 kl. 03:55

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er lang skynsamlegast að leggja niður þjóðkirkjuna, það hræsnis apparat er alltof dýrt í rekstri og algjörlega óþarft.

Guðmundur Pétursson, 17.10.2009 kl. 04:07

5 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

ég er alveg óhræddur við að senda börn til séra Gunnars, ég er úr sveitinni þar sem fólk þorir og getur sýnt væntumþykju án þess að kalla glæpur glæpur. Sumir eru bara aldir upp á kók og prins póló sem huggun, það er eina vandamálið sem er í gangi. Ég þekki til barna sem hafa fengið ástríkt uppeldi þar sem fólk tekur utan um hvort annað, þessir krakkar tala um hvað séra Gunnar sé góður maður. Ég held að þeir sem hrópa úlfur úlfur í þessu máli þurfi að skoða hvort eitthvað sé að uppeldinu hjá þeim sjálfum. Aftur á móti eru prestar og kennarar í áhættu hóp hvað þetta varðar og verða að gæta sín á því hvernig þeir umgangast börn því það er mikið af fólki sem sér andskotan í hverju horni.

Baldur Már Róbertsson, 17.10.2009 kl. 12:11

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Eg held að það sé öllum fyrir bestu að Gunnar sé ekki sóknarprestur, honum líka.  Illdeilurnar og vesenið hafa loðað við hann í gegnum tíðina og þess vegna er skynsamlegast að hann taki þetta starf á biskupsstofu sem hann getur að mestu leyti sinnt heiman frá sér og hefur þá minni tækifæri til þess að efna til illdeilna við fólk.

Guðmundur Pétursson, 17.10.2009 kl. 13:58

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sammála þér Baldur..Gunnar er minn maður.

Brynja Hjaltadóttir, 17.10.2009 kl. 17:16

8 Smámynd: Sigurveig Eysteins

25 Smámynd: Sigurveig Eysteinsdóttir

Hvaða huggun fær prestur hjá saklausu fermingarbarni ???  ef það hefur verið svona erfitt hjá presti þá hefði hann átt að leita sér sálfræði hjálpar (hjá fullorðum) nú eða fara til geðlæknis. Hvaða hjálp getur fermingarstúlka gefið presti sem á í erfiðleikum, þetta er bara bullllllll, ef fólk sér það ekki þá er eitthvað mikið að. Það er hreint með ólíkindum hvernig stuðningsmenn Gunnars láta, það er algjör siðblinda að sjá þetta ekki. Og að bera saman kossa, væntumþykju, og snertingu frá foreldi og presti sem er ekki tengdur barni nema þá á þann hátt að prestur á að sjá um fermingarfræðslu, er bara ekkert sambærilegt, langt frá því. Og að halda því fram að foreldrar sem bíður við þessu háttarlagi, sé eitthvað mikið að hjá. Ég á þrjú börn, ég elska þau út að lífinu og tek utan um þau daglega og segi þeim á hverjum degi að ég elski þau, og innan fjölskyldu er heilsast með kossi og faðmlagi, og þar er mikil ást á milli systkina og foreldra, ég tel mig ekki kalda manneskju og ég sé ekki kynlíf í hverju horni. En það sem Gunnar er sakaður um finnst mér ógeðfellt og hann hafði ekki rétt til að kyssa, snerta eða strjúka þessum stelpum, sem ég trúi að hafi gerst, enda eru þær það margar og hvað ættu þær að græða á að leggja þessa kæru fram, Það hefur eingin maður rétt á að strjúka og kyssa fólk nema með leyfi og sérstaklega þegar maður hefur ekki óskað eftir því. Að halda öðru fram er hræðileg siðblinda og bara sorglegt fyrir viðkomandi. Gunnar ætti að draga sig í hlé og hætta að reyna að klóra í bakkann, í guðfræði er talað um auðmýkt og siðferði en ég hef ekki rekist á hana í þessari umræðu hjá stuðningsmönnum Gunnars eða honum sjálfum, það er bara sorglegt að hlusta á hann núna áðan í fréttatímanum.

Sigurveig Eysteins, 17.10.2009 kl. 19:48

9 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Sigurveig, ég er 100% sammála þér!

Það eru mörk á milli þess að foreldri veiti barni ást og hlýju og að prestur káfi á fermingarbörnum sínum. Munum svo að ef stúlkunum hefur þótt þetta óþægilegt, þá er full ástæða til að stoppa það.

Hann fór einfaldlega yfir mörk stúlknanna sem getur valdið þeim sálarkvölum lengi á eftir!

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 19.10.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband